68. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 09:33


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:33
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:33
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:33
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:33
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:33
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:33
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:33

HHj og LMós voru fjarverandi.
ÁÞS vék af fundi kl. 10:25.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 639. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:33
Nefndin fjallaði áfram um 639. mál og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Skúla Eggert Þórðarson ríkisskattstjóra og Aðalstein Hákonarson frá embætti ríkisskattstjóra, Halldór Grönvold frá ASÍ og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Gerðu þau grein fyrir sínum sjónarmiðum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 625. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 10:10
Nefndin tók til umfjöllunar 625. mál og fékk á sinn fund Hafdísi Ólafsdóttur, Lilju Sturludóttur, Guðmund Pálsson og Ingibjörgu Helgadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Kynntu þau efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 629. mál - tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda Kl. 10:10
Nefndin tók til umfjöllunar 629. mál samhliða 625. máli og Ingibjörg Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti kynnti efni frumvarpsins.

4) 51. mál - bætt skattskil Kl. 10:30
Umfjöllun um málið var frestað.

5) 60. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:30
Umfjöllun um málið var frestað.

6) 228. mál - aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka Kl. 10:30
Umfjöllun um málið var frestað.

7) Önnur mál. Kl. 10:30
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:30