67. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 08:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:30
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 08:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:45
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:05
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:30

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 639. mál - virðisaukaskattur Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um 639. mál og fékk á sinn fund Skúla Eggert Þórðarson ríkisskattstjóra, Ingvar Rögnvaldsson, Aðalstein Hákonarson og Elínu Ölmu Arthúrsdóttur frá embætti ríkisskattstjóra. Gerðu þau grein fyrir minnisblaði sínu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Skattlagning hugverkaréttinda. Kl. 08:47
Dagskrárliðnum var frestað.

3) 220. mál - neytendalán Kl. 08:48
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem var samþykkt án athugasemda.
Að framhaldsnefndaráliti meiri hlutans standa: HHj, LRM, MSch, ÁÞS og SkH.
GÞÞ og PHB skila séráliti.

4) 288. mál - opinber innkaup Kl. 09:01
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt án athugasemda.
Að nefndaráliti meiri hlutans standa: HHj, LRM, MSch, ÁÞS og SkH.

5) 228. mál - aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka Kl. 09:07
Umfjöllun um málið var frestað.

6) Önnur mál. Kl. 09:07
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 09:07