6. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, föstudaginn 21. júní 2013 kl. 13:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 13:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 13:06
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:06
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:01
Róbert Marshall (RM), kl. 13:02
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:06
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 12:58

RM sat fundinn fyrir GStein.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) 20. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu þau Eiríkur Áki Eggertsson, Hafdís Ólafsdóttir og Björn Rúnar Gunnarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Sigríður Logadóttir og Harpa Jónsdóttir frá Seðlabanka Íslands og kynntu málið fyrir nefndinni auk þess að svara spurningum nefndarmanna er málið varða.

2) Önnur mál Kl. 13:50
rætt var um vinnu starfshóps nefndarinnar vegna laga um neytendalán nr. 33/2013.

Fundi slitið kl. 14:00