7. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, mánudaginn 24. júní 2013 kl. 10:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 10:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 10:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:20
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:05
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 10:05

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) 9. mál - aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi Kl. 10:08
Á fund nefndarinnar mættu þau Höskuldur Ólafsson bankastjóri og Helgi Bjarnason framkvæmdastjóri frá Arion banka, Birna Einarsdóttir bankastjóri og Una Steinþórsdóttir framkvæmdastjóri frá Íslandsbanka, Steinþór Pálsson bankastjóri og Helgi Teitur Helgason framkvæmdastjóri frá Landsbankanum og þeir Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Gestir kynntu nefndinni sína afstöðu til þingsályktunartillögunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

2) Frestun gildistöku nýrra laga um neytendalán. Kl. 11:15
Nefndin ákvað að flytja frumvarp um frestun gildistöku laga nr. 33/2013 um neytendalán. Allir viðstaddir studdu málið og ákveðið var að fresta gildistöku til 1. nóvember 2013.

3) Önnur mál Kl. 12:00
Ekki var fleira gert á fundinum

Fundi slitið kl. 12:00