16. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, mánudaginn 16. september 2013 kl. 18:46


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 18:46
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 18:46
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 18:46
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 18:46
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 18:46
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 18:46
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 18:46
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) fyrir ÁPÁ, kl. 18:46
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 18:46

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 19:06
Dagskrárliðurinn var ekki ræddur á fundi nefndarinnar.

2) 48. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 18:46
Nefndin ræddi málið.
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi það á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum LínS, SII, RR, VilB, WÞÞ, GStein, og FSigurj. Tilkynnt var að SJS væri samþykkur afgreiðslu málsins og mundi rita undir nefndarálitið á grundvelli 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

3) Önnur mál Kl. 18:46
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 19:06