8. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. október 2013 kl. 09:06


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:06
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:06
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:38
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) fyrir SJS, kl. 09:14
Brynjar Níelsson (BN) fyrir RR, kl. 09:06
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:06
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:06
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:06

PHB boðaði forföll.
JÞÓ vék af fundi kl. 10:15.
ÁPÁ vék af fundi kl. 11:35.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:06
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 2. mál - tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar komu Jakob Ásmundsson og Magnús Ingi Einarsson frá Straumi fjárfestingarbanka. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Jón Þór Sturluson, Ingibjörg S. Stefánsdóttir og Ari Sigurðsson frá Fjármálaeftirlitinu og Drífa Snædal frá Starfsgreinasambandinu. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 4. mál - stimpilgjald Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar komu Jónas Rafn Tómasson frá KPMG ehf. og Þórólfur Halldórsson frá Sýslumannafélagi Íslands. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

5) Önnur mál Kl. 10:10
Nefndarmenn ræddu málin.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:51