10. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. nóvember 2013 kl. 09:32


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:32
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:32
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:32
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) fyrir GStein, kl. 09:32
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:32
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:19
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:32
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:32
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:32

VilB vék af fundi kl. 10:56 en BN mætti í hans stað.
ÁPÁ var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 11:00
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) Þingmálaskrá iðnaðar- og viðskiptaráðherra 143. löggjafarþings 2013-2014. Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar komu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ragnheiður Elín gerði nefndinni grein fyrir þeim þingmálum sem hún hyggjast leggja fram á líðandi löggjafarþingi. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

3) 2. mál - tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 10:21
Á fund nefndarinnar komu Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson frá slitastjórn Glitnis hf., Jóhannes Rúnar Jóhannsson, Þórarinn Þorgeirsson og Þröstur Ríkharðsson frá slitastjórn Kaupþings hf. og Berglind Svavarsdóttir frá slitastjórn Sparisjóðabankans hf. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 132. mál - verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, sameignarfélög og fyrirtækjaskrá Kl. 10:59
Lögð var fram tillaga um að leitað yrði umsagna um málið. Þá var lagt til að frestur til skila umsögnum yrði til og með 19. nóvember 2013. Tillagan var samþykkt.

5) 18. mál - aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka Kl. 11:00
Lagt var til að SJS yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

6) Önnur mál


Fundi slitið kl. 11:00