11. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. nóvember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:32

ÁPÁ, GStein, SJS, LínS og JÞÓ voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Sameiginlegur fundur fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar.

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2014 Kl. 09:00
Fundurinn var haldinn sameiginlega með fjárlaganefnd.
VigH stýrði fundi.
Á fund nefndanna komu Maríanna Jónasdóttir, Elín Guðjónsdóttir og Björney Inga Björnsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndunum tekjuhlið frumvarps til fjárlaga 2014 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 10:50