23. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. nóvember 2013 kl. 09:32


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:29
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:29
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:29
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:36
Margrét Gauja Magnúsdóttir (MGM) fyrir ÁPÁ, kl. 09:31
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:37
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:29

RR var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
LínS og JÞÓ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:32
Fundargerðir 21. og 22. fundar voru samþykktar.

2) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg H. Helgadóttir og Lilja Sturludóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hrönn Ottósdóttir, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Steinunn Margrét Lárusdóttir frá velferðarráðuneytinu, Berglind Ýr Karlsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands og Gissur Pétursson frá Vinnumálastofnun. Gestinir kynntu nefndinni hugmyndir að breytingum á málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Erindi frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Vilhjálmur Bjarnason, Guðmundur Ásgeirsson og Þórarinn Einarsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Gestirnir kynntu nefndinni atriði er snerta starfsemi Dróma hf. og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi það sem fram kom á fundinum.

4) Önnur mál Kl. 11:07
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:07