24. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, föstudaginn 29. nóvember 2013 kl. 13:10


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:10
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 13:10
Brynjar Níelsson (BN) fyrir VilB, kl. 13:10
Elín Hirst (ElH) fyrir RR, kl. 13:10
Margrét Gauja Magnúsdóttir (MGM) fyrir ÁPÁ, kl. 13:10
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:10

LínS og WÞÞ voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
GStein og JónÞ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 13:10
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) 132. mál - verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, sameignarfélög og fyrirtækjaskrá Kl. 13:12
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

3) 166. mál - virðisaukaskattur Kl. 13:17
Nefndin samþykkti að ÁPÁ yrði framsögumaður málsins.

4) 189. mál - verðbréfaviðskipti og kauphallir Kl. 13:19
Nefndin samþykkti að óska skriflegra umsagna um málið. Ákveðið var að frestur til að skila umsögnum yrði til 21. desember nk.

5) 175. mál - tekjuskattur Kl. 13:21
Nefndin samþykkti að óska skriflegra umsagna um málið. Ákveðið var að frestur til að skila umsögnum yrði til 21. desember nk.

6) 179. mál - tollalög og vörugjald Kl. 13:23
Nefndin samþykkti að óska skriflegra umsagna um málið. Ákveðið var að frestur til að skila umsögnum yrði til 21. desember nk.

7) Önnur mál Kl. 13:25
Nefndin ræddi hugmyndir að dagskrám næstu funda.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 13:30