26. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 10:01


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 10:03
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 10:01
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 10:11
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 10:01
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:09
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:01
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 10:09
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:01

RR var fjarverandi af persónulegum ástæðum.
VilB vék af fundi kl. 10:50

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:01
Nefndi samþykkti fundargerðir 15., 24. og 25. funda.

2) 4. mál - stimpilgjald Kl. 10:09
Fyrir lágu drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tilagan var samþykkt með atkvæðum FSigurj, PHB, WÞÞ, ÁPÁ, GStein, LínS, SJS og VilB. Tilkynnt var að RR mundi rita undir álitið skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

3) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 10:18
Fyrir lágu drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tilagan var samþykkt með atkvæðum FSigurj, PHB, WÞÞ, LínS og VilB.

4) 204. mál - tekjuskattur Kl. 10:52
Nefndin samþykkti að óska skriflegra umsagna um málið. Frestur til að skila umsögnum var ákveðinn til hádegis 10. desember 2013.

5) 205. mál - tollalög o.fl. Kl. 11:03
Nefndin samþykkti að óska skriflegra umsagna um málið. Frestur til að skila umsögnum var ákveðinn til hádegis 10. desember 2013.

6) 165. mál - Landsvirkjun Kl. 10:42
Fyrir lágu drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tilagan var samþykkt með atkvæðum FSigurj, PHB, WÞÞ, ÁPÁ, GStein, LínS, SJS og VilB.

7) 156. mál - verslun með áfengi og tóbak Kl. 10:53
Lögð var fram tillaga um að SJS yrði framsögumaður málsins. Tilagan var samþykkt.

8) 157. mál - aukatekjur ríkissjóðs Kl. 11:06
Lögð var fram tillaga um að WÞÞ yrði framsögumaður málsins. Tilagan var samþykkt.

9) 7. mál - mótun stefnu í gjaldmiðilsmálum Kl. 11:07
Lögð var fram tillaga um að GStein yrði framsögumaður málsins. Tilagan var samþykkt.

10) 35. mál - mótun viðskiptastefnu Íslands Kl. 11:07
Lögð var fram tillaga um að RR yrði framsögumaður málsins. Tilagan var samþykkt.

11) 11. mál - viðbrögð við skuldavanda einstaklinga með lán með veði í eign þriðja aðila Kl. 11:09
Lögð var fram tillaga um að ÁPÁ yrði framsögumaður málsins. Tilagan var samþykkt.

12) 15. mál - tekjuskattur Kl. 11:10
Lögð var fram tillaga um að SJS yrði framsögumaður málsins. Tilagan var samþykkt.

13) 175. mál - tekjuskattur Kl. 11:11
Lögð var fram tillaga um að LínS yrði framsögumaður málsins. Tilagan var samþykkt.

14) 179. mál - tollalög og vörugjald Kl. 11:11
Lögð var fram tillaga um að GStein yrði framsögumaður málsins. Tilagan var samþykkt.

15) Önnur mál Kl. 11:12
Nefndin ræddi málin.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:00