30. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 09:33


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:33
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:33
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:42
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:33
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:21
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:33
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:42
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:33

WÞÞ og LínS voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð 29. fundar. Kl. 09:38
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

2) 2. mál - tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 09:39
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Þorleifsdóttir, Ingibjörg Helga Helgadóttir og Anna V. Ólafsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni hugmyndir að breytingum á frumvarpinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 204. mál - tekjuskattur Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Ragnar Tjörvi Baldusson og Símon Þór Jónsson frá Deloitte ehf., Jón Pétursson, Már Jóhannsson og Sigurjón Bjarnason frá Félagi bókhaldsstofa og Friðgeir Sigurðsson frá PriceWaterhouseCopoers ehf. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:50
Fyrir fundinn voru lögð drög að umsögn nefndarinnar um 59. mál, raforkustrengur til Evrópu. Þá var lögð fram tillaga um að nefndin afgreiddi umsögnina til atvinnuveganefndar. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Nefndin ræddi 177. mál stuttlega.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:02