44. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 20. janúar 2014 kl. 09:33


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:28
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:35
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:30
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG) fyrir SJS, kl. 09:32
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:35
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:35

Líneik Anna Sævarsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru fjarverandi.
Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:45.
Árni Páll Árnason vék af fundi kl. 10:57.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 11:47
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) Bankaskattur, frískuldamark. Kl. 09:37
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Þorleifsdóttir og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi fundarefnið.
Jón Þór Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Jón Þór Ólafsson telur að fjármála- og efnahagsráðuneytið eigi að leggja fram öll gögn, s.s. tölvupósta, minnisblöð o.fl., sem sýni hvers efnahags- og viðskiptanefnd, eða meiri hluti hennar, óskaði af ráðuneytinu í tengslum við undirbúning tillögu um upphæð frískuldamarks sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki og hver viðbrögð ráðuneytisins voru við þeirri ósk.

3) 156. mál - verslun með áfengi og tóbak Kl. 11:47
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað.

4) Önnur mál


Fundi slitið kl. 11:47