39. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 19. desember 2013 kl. 17:17


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 17:07
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 17:07
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 17:07
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 17:07
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 17:17
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 17:07
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir GStein, kl. 17:07
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 17:07
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 17:07

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) 2. mál - tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 17:38
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum FSigurj, LínS, PHB og WÞÞ. Tilkynnt var að RR mundi rita undir nefndarálitið samkvæmt heimild 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

ÁPÁ og SJS óskuðu þess að eftirfarandi yrði bókað:
ÁPÁ og SJS gera alvarlegar athugasemdir við þær aðstæður sem efnahags- og viðskiptanefnd, eða a.m.k. minnihluta hennar, voru skapaðar við lokaumfjöllun málsins. Örfáum klukkutímum fyrir lokaafgreiðslu málsins út úr nefnd milli 2. og 3. umræðu kom loks fram tillaga meirihlutans um endanlegt álagningarhlutfall svonefnds bankaskatts og þá til stórhækkunar. Nefndin fékk sáralitla kynningu og engar greiningar á efnahagslegum eða félagslegum áhrifum fyrirhugaðra aðgerða til lækkunar verðtryggðra íbúðarlána. Sérstök viðbótarhækkun bankaskattsins við 3. umræðu til að mæta kostnaði við niðurfærslu íbúðarlána á árinu 2014 nam 23 milljörðum króna og í heild á hækkaður bankaskattur að gefa ríkinu 37,5 milljarða viðbótartekjur á árinu 2014. Hér er því lagt gríðarmikið undir af ríkisins hálfu. Í ljósi stærðar málsins og margskonar óvissu sem því tengist er þessi flýtir á lokaafgreiðslu þess, sem og skammur tími sem gafst til skoðunar málsins og breytingatillagna meirihlutans fyrir 2. umræðu, mjög gagnrýni verður.

2) Önnur mál Kl. 17:20
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 17:20