53. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. febrúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:45
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:04

Ragnheiður Ríkharðsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Árni Páll Árnason og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Nefndin samþykkti fundargerð 52. fundar

2) 316. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Inga Þórey Óskarsdóttir frá Innanríkisráðuneytinu og Hjálmar S. Brynjólfsson frá Fjármálaeftirlitinu. Gestirnir kynntu nefndinni málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 238. mál - greiðslur yfir landamæri í evrum Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar kom Bergþóra Halldórsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins. Bergþóra kynnti afstöðu til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 18. mál - aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar kom Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins. Jón Gunnar kynnti nefndinni afstöðu til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 179. mál - tollalög og vörugjald Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar komu Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu og Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökum Íslands. Þá var Þórarinn Egill Sveinson frá Örnu ehf. gestur nefndarinnar í gegnum síma. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 168. mál - vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga Kl. 10:45
Nefndin ræddi málið. Ákveðið var að drög að nefndaráliti yrðu kynnt á næsta fundi nefndarinnar.

7) 220. mál - opinber innkaup Kl. 10:48
Umfjöllun um málið var frestað til næsta fundar.

8) Önnur mál Kl. 10:55
Nefndin ræddi hugmyndir um að nefndin leggði fram frumvarp laga um breyting á lögum um vexti og verðtryggingu með það að markmiðið að lengja fyrningarfrest skv. ákvæði til bráðabirgða XIV við lögin. Ákveðið var að leggja drög að gerð slíks frumvarps.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:00