61. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 31. mars 2014 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:31
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:33
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:59
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:43
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:08
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:45
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:31

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Nefndin samþykkti fundargerð 60 fundar.

2) 338. mál - greiðsludráttur í verslunarviðskiptum Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mætti Brynhildur Pálmarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, kynnti málið fyrir nefndinni og svaraði spurningum nefndarmanna.

ákveðið var að senda málið til umsagnar og frestur gefinn til 9. apríl nk

Willum Þór Þórsson var skipaður framsögumaður málsins.

3) 413. mál - Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar mættu Anna Valbörg Ólafsdóttir og Lilja Sturludóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

ákveðið var að senda málið til umsagnar og frestur gefinn til 9. apríl nk.

Pétur H. Blöndal var skipaður framsögumaður málsins.

4) 316. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar mættu Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá Seðlabanka Íslands, Hjálmar Brynjófsson og Berglind Helga Jónsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu. Gestir leituðust við að svara spurningum nefndarmanna.

Óskað var eftir að gestir skiluðu skriflegum umsögnum til nefndarinnar.

5) Rafrænir gjaldmiðlar. Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu þau Soffía Valgeirsdóttir og Sigurður Jensson frá ríkisskattstjóra og ræddu um málið víð nefndarmenn.

6) Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar mættu Páll Harðarson og Magnús Harðarson frá Kauphöllinni og Gunnar Baldvinsson og Þórey Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrirssjóða og fóru yfir frumvarpið með nefndinni.

Nefndin ákvað að flytja frumvarpið.

7) 166. mál - virðisaukaskattur Kl. 11:10
Ákveðið að fela framsögumanni að setja saman nefndarálit.

8) Önnur mál Kl. 11:20
ákveðið að setja mál númer 35 um viðskiptastefnu fyrir Ísland á dagskrá.

Vilhjálmur Bjarnason framsögumaður 236 máls um sölu fasteigna og skipa kynnti nefndinni stöðuna á málinu.

Fundi slitið kl. 12:00