57. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. mars 2014 kl. 10:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 10:31
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 10:31
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 10:35
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 10:31
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:39
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:31
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:35
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 10:39
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:47

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:30
nefndin samþykkti fundargerð síðasta fundar.

2) Fyrning uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar Kl. 10:35
Nefndin fékk á sinn fund þau Áslaugu Árnadóttur og Sigurður Líndal sem svöruðu spurningum fundarmanna um málið.

Nefndin ákvað að flytja frumvarp um fyrningu uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar.

3) 220. mál - opinber innkaup Kl. 11:00
Drög að nefndaráliti voru lögð fram. Nefndin ræddi málið og ákvað að afgreiða málið. Allir nefndarmenn standa að nefndarálitinu.

4) 238. mál - greiðslur yfir landamæri í evrum Kl. 11:10
Ákveðið að afgreiða málið frá nefndinni með nefndaráliti. Allir nefndarmenn standa að álitinu.

5) Önnur mál Kl. 11:15
Nefndin ákvað að funda föstudaginn 14. mars með Seðlabanka Íslands og fjármála- og efnahagsráðneyti um svokallaðar gervimyntir/spilapeninga og viðbrögð stjórnvalda.

Fram kom að ný gögn hafa borist í máli 156 og óskað eftir að það verði tekið á dagskrá á næstu fundum.

Ekki var fleira gert.

Fundi slitið kl. 12:00