65. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. apríl 2014 kl. 09:06


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:06
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:06
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:25
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:09
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:11
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:13
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:06
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir SJS, kl. 09:06
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:06

Ragnheiður Ríkharðsdóttir var fjarverandi af persónulegum ástæðum.
Vilhjálmur Bjarnason vék af fundi kl. 10:38.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerð 63. fundar var samþykkt.

2) 315. mál - gjaldskrárlækkanir o.fl. Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands, Drífa Snædal frá Starfsgreinasambandi Íslands, Runólfur Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins og Almar Guðmundsson frá Félagi atvinnurekenda. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 413. mál - Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Kl. 10:06
Á fund nefndarinnar kom Þórey S. Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Þórey kynnti nefndinni afstöðu til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 10:18
Á fund nefndarinnar komu Elín Alma Arthúrsdóttir, Ingvar Rögnvaldsson og Skúli Eggert Þórðarson frá ríkisskattstjóra, Davíð Steinn Davíðsson, Guðrún Þorleifsdóttir, Tómas Brynjólfsson og Tryggvi Þór Herbertsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og
Sigrún Ólafsdóttir forsætisráðuneytinu. Fulltrúar ríkisskattstjóra kynntu nefndinni aðkomu sína að málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna. Aðrir gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 485. mál - leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána Kl. 10:55
Á fund nefndarinnar komu Davíð Steinn Davíðsson, Guðrún Þorleifsdóttir, Tómas Brynjólfsson og Tryggvi Þór Herbertsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Sigrún Ólafsdóttir forsætisráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 10:16
Nefndin ræddi bréf fjárlaganefndar dags. 14. febrúar 2014.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:00