67. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 28. apríl 2014 kl. 09:31


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:31
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:31
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:31
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:34
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:35
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:31
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:31
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:31
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:31
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:31

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.
Guðmundur Steingrímsson vék af fundi kl. 10:30 vegna annarra þingstarfa.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi kl. 10:55 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Nefndin samþykkti fundargerðir 54., 55. og 64-.66. funda.

2) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar komu Davíð Steinn Davíðsson, Fjóla Agnarsdóttir, Guðrún Þorleifsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 485. mál - leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar komu Davíð Steinn Davíðsson, Fjóla Agnarsdóttir, Guðrún Þorleifsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 338. mál - greiðsludráttur í verslunarviðskiptum Kl. 10:32
Á fund nefndarinnar komu Bergþóra Halldórsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins, Björg Ásta Þórðardóttir frá Félagi atvinnurekenda, Halldór Grönvold frá Alþýðusambandi Íslands og Þóra Björg Jónsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 392. mál - fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri Kl. 10:55
Á fund nefndarinnar kom Þóra Björg Jónsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þóra kynnti nefndinni afstöðu til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 315. mál - gjaldskrárlækkanir o.fl. Kl. 10:49
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Málið var afgreitt á grundvelli álitsdraganna með atkvæðum Frosta Sigurjónssonar, Péturs H. Blöndal, Willum Þórs Þórssonar, Líneikar Önnu Sævarsdóttur, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og Vilhjálms Bjarnasonar.

7) Önnur mál Kl. 11:21
Nefndin ræddi stuttlega um meðferð 156. máls, verslun með áfengi og tóbak (heimildir ÁTVR til að hafna áfengi).
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:21