74. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. maí 2014 kl. 13:33


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:29
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 13:29
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 13:29
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 13:53
Brynjar Níelsson (BN), kl. 17:25
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 13:32
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:32
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:34
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 13:29

Vilhjálmur Bjarnason vék af fundi kl. 15:10 en Brynjar Níelsson mætti í hans stað kl. 17:25.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:33
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) 338. mál - greiðsludráttur í verslunarviðskiptum Kl. 13:33
Á fund nefndarinnar kom Björg Ásta Þórðardóttir frá Félagi atvinnurekenda. Björg svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 14:13
Nefndin ræddi málið.
Málið var tekið fyrir að nýju kl. 17:47
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið ásamt tillögu um að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum Frosta Sigurjónssonar, Péturs H. Blöndal, Willum Þórs Þórssonar, Líneikar Önnu Sævarsdóttur og Brynjars Níelssonar.
Tilkynnt var að Ragnheiður Ríkharðsdóttir mundi rita undir nefndaráliti skv. heimild 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) 392. mál - fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri Kl. 14:14
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um frumvarpið og lögð fram tillaga um að það yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum Frosta Sigurjónssonar, Péturs H, Blöndal, Willum Þórs Þórssonar, Árna Páls Árnasonar, Steingríms J. Sigfússonar, Vilhjálms Bjarnasonar, Líneikar Önnu Sævarsdóttur og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur. Frosti og Árni Páll tilkynntu að þeir rituðu undir álitið með fyrirvara.

5) 485. mál - leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána Kl. 14:43
Nefndin ræddi málið.
Árni Páll Árnason og Steingrímur J. Sigfússon lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við teljum málið ekki tilbúið til afgreiðslu og erum andvígir því að nefndin afgreiði málið til 2. umræðu. Frumvarpið felur sér fjárskuldbindingar sem hlaupa á hundruðum milljarða króna. Það mun hafa í för með sér útdeilingu mikilla fjármuna til tiltekinna hópa. Grundvöllur slíkra aðgerða þarf að vera vandaðri og m.a. þarf að taka meira tillit til jafnræðissjónarmiða en gert er í frumvarpinu.

6) Önnur mál Kl. 16:04
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.
Hlé var gert á nefndarfundi frá kl. 15.10 til kl. 17:00

Fundi slitið kl. 17:57