76. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. maí 2014 kl. 09:03


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:03
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:03
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:19
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:09
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:03
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:09
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:03
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:00

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) 315. mál - gjaldskrárlækkanir o.fl. Kl. 09:04
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti ásamt tillögu um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum Frosta Sigurjónssonar, Willums Þórs Þórssonar, Líneikar Önnu Sævarsdóttur, Péturs H. Blöndal og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.

3) 338. mál - greiðsludráttur í verslunarviðskiptum Kl. 09:12
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti ásamt tillögu um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum Frosta Sigurjónssonar, Willums Þórs Þórssonar, Ragnheiðar Ríkharðdóttur, Líneikar Önnu Sævarsdóttur, Árna Páls Árnasonar, Steingríms J. Sigfússon og Péturs H. Blöndal. Árni Páll, Steingrímur og Pétur tilkynntu að þeir mundu rita undir nefndarálitið með fyrirvara.

4) 426. mál - fjármálastöðugleikaráð Kl. 09:30
Nefndin ræddi málið.

5) 524. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Eiríkur Áki Eggertsson, Esther Finnbogadóttir og Þórhallur Arason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni hugmyndir um breytingar á frumvarpinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:30