70. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. maí 2014 kl. 08:38


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:38
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 08:38
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:38
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:58
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:09
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:06
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:07
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:38
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 08:38

Árni Páll Árnason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:38
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 08:38
Á fund nefndarinnar komu Karl Björnsson, Guðjón Bragason og Gunnlaugur Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Frosti Ólafsson og Marta Guðrún Blöndal frá Viðskiptaráði Íslands, Ástríður Gísladóttir og Eyjólfur Lárusson frá Allianz Íslandi ehf., Gunnhildur Gunnarsdóttir, Sigurður Erlingsson og Sigurður Jón Björnsson frá Íbúðalánasjóði, Ellen Calmon og Sigurjón Unnar Sveinsson frá Öryrkjabandalagi Íslands, Guðrún Björnsdóttir frá Félagsstofnun stúdenta, Auðunn Freyr Ingvarsson frá Félagsbústöðum, Böðvar Jónsson frá Byggingafélagi námsmanna og Elín Alma Arthursdóttir, Ingvar Rögnvaldsson, Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir og Skúli Eggert Þórðarsson frá embætti ríkisskattstjóra. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 485. mál - leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána Kl. 17:44
Á fund nefndarinnar komu Karl Björnsson, Guðjón Bragason og Gunnlaugur Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Frosti Ólafsson og Marta Guðrún Blöndal frá Viðskiptaráði Íslands, Ástríður Gísladóttir og Eyjólfur Lárusson frá Allianz Íslandi ehf., Gunnhildur Gunnarsdóttir, Sigurður Erlingsson og Sigurður Jón Björnsson frá Íbúðalánasjóði, Ellen Calmon og Sigurjón Unnar Sveinsson frá Öryrkjabandalagi Íslands, Guðrún Björnsdóttir frá Félagsstofnun stúdenta, Auðunn Freyr Ingvarsson frá Félagsbústöðum, Böðvar Jónsson frá Byggingafélagi námsmanna og Elín Alma Arthursdóttir, Ingvar Rögnvaldsson, Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir og Skúli Eggert Þórðarsson frá embætti ríkisskattstjóra. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 524. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 11:35
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað.

5) Breyting á lögum um vátryggingarstarfsemi Kl. 11:59
Á fund nefndarinnar komu Sóley Ragnarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Jón Þór Sturluson, Jónas Þór Brynjarsson og Ragnheiður Morgan frá Fjármálaeftirlitinu. Gestirnir kynntu nefndinni hugmyndir um breytingar á lögum um vátryggingastarfsemi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 413. mál - Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Kl. 11:52
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um afgreiðslu málsins á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum Frosta Sigurjónssonar, Péturs H. Blöndal, Willum Þórs Þórssonar, Líneikar Önnu Sævarsdóttur, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Vilhjálms Bjarnasonar.

7) Önnur mál Kl. 11:47
Nefndin ræddi hugmyndir um breytingar á lögum um stimpilgjald.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:34