75. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 9. maí 2014 kl. 09:14


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:14
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:14
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:14
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:25
Brynjar Níelsson (BN) fyrir VilB, kl. 09:29
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:14
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:14
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:14
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:14

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Nefndin samþykkti fundargerð 73. fundar.

2) 485. mál - leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána Kl. 09:14
Fyrir fundin voru lögð drög að nefndaráliti um frumvarpið ásamt tillögu um að nefndin afgreiddi það á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum Frosta Sigurjónssonar, Willums Þórs Þórssonar, Líneikar Önnu Sævarsdóttur, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og Brynjars Níelssonar.
Árni Páll Árnason, Guðmundur Steingrímsson og Steingrímur J. Sigfússon tilkynntu að hver þeirra mundi skila sérstöku nefndaráliti um frumvarpið.
Árni Páll Árnason og Steingrímur J. Sigfússon lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við teljum málið ekki tækt til afgreiðslu. Nefndin hefði þurft að kalla til sín fleiri gesti vegna málsins, s.s. greiningardeildir bankanna, Seðlabanka Íslands o.fl.

3) Önnur mál Kl. 09:57
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 09:57