78. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. maí 2014 kl. 09:06


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:05
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:06
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:20
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:21
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:05

Guðmundur Steingrímsson, Jón Þór Ólafsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Umfjöllun um dagskrárliðinn var var frestað til næsta fundar.

2) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Þórarinn G. Pétursson frá Seðlabanka Íslands, Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands, Snædís Ögn Flosadóttir frá Arion banka hf. og Kjartan Smári Höskuldsson, Sara Fuxén og Magnús Fannar Sigurhansson frá Íslandsbanka hf. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til breytingartillagna sem voru samþykktar við 2. umræðu og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Fyrir nefndina voru lögð drög að nefndaráliti ásamt tillögu um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum Frosta Sigurjónssonar, Péturs H. Blöndal, Willum Þórs Þórssonar, Líneikar Önnur Sævarsdóttur og Vilhjálms Bjarnasonar.

3) Önnur mál Kl. 10:25
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:30