79. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. maí 2014 kl. 08:45


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:45
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 08:45
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:52
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:56
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:52
Haraldur Einarsson (HE) fyrir LínS, kl. 08:45
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:45
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 08:45

Jón Þór Ólafsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:44
Nefndin samþykkti fundargerðir 71., 72., 74., 75., 76., 77., 78. og 79. funda.

2) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 09:41
Nefndin ræddi málið.

3) Áform um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 Kl. 09:17
Á fund nefndarinnar komu Esther Finnbogadóttir og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Sturla Pálsson frá Seðlabanka Íslands. Gestirnir kynntu nefndinni hugmyndir um breytingu á lögum um tekjuskatt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 506. mál - vörugjald Kl. 08:50
Nefndin ræddi málið kl. 08:50-09:04 og aftur kl. 09:49-09:50.
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um frumvarpið ásamt tillögu um að það yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5) 487. mál - endurskoðun á virðisaukaskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar Kl. 09:04
Nefndin ákvað óska skrilegra umsagna um málið með fresti til að skila umsögnum til og með 6. júní nk.

6) Önnur mál Kl. 08:45
Nefndin ræddi stuttlega um mögulega dagskrá næstu funda.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:00