5. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. október 2014 kl. 09:32


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:32
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:32
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:37
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:32
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:32
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:27
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:34
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:32
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:32

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:34
Nefndin samþykkti fundargerð 4. fundar.

2) 12. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 09:35
Vilhjálmi Bjarnasyni var falið að vera framsögumaður málsins.
Lögð var fram tillaga um að óskað yrði skriflegra umsagna um málið. Tillagan var samþykkt.

3) 8. mál - greiðsludráttur í verslunarviðskiptum Kl. 09:37
Willum Þór Þórssyni var falið að vera framsögumaður málsins.
Lögð var fram tillaga um að óskað yrði skriflegra umsagna um málið. Tillagan var samþykkt.

4) 15. mál - framtíðargjaldmiðill Íslands Kl. 09:39
Guðmundi Steingrímssyni var falið að vera framsögumaður málsins.

5) Tilskipun 2013/14/EB um áhættumat lífeyrisjóða, verðbréfasjóða og fagfjárfestasjóða á fjárfestingu Kl. 09:42
Nefndin ræddi málið.
Lögð var fram tillaga um að nefndin óskaði skriflegra umsagna um málið. Tillagan var samþykkt.

6) 2. mál - virðisaukaskattur o.fl. Kl. 09:44
Nefndin ræddi meðferð málsins.

7) 23. mál - mótun viðskiptastefnu Íslands Kl. 09:46
Pétri H. Blöndal var falið að vera framsögumaður málsins.
Lögð var fram tillaga um að óskað yrði skriflegra umsagna um málið. Tillagan var samþykkt.

8) Kynning á þingmálaskrá ráðherra Kl. 10:33
Á fund nefndarinnar komu Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Maríanna Jónasdóttir og Tómas Brynjólfsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Bjarni gerði nefndinni grein fyrir þeim þingmálum sem hann hyggst leggja fram á löggjafarþinginu og svaraði spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál Kl. 09:49
Nefndin ræddi meðferð mála.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:07