11. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 09:02


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:02
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:02
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:02
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:50
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir Árna Pál Árnason (ÁPÁ), kl. 08:57
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:02
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:06

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 10. fundar var samþykkt.

2) 120. mál - vátryggingarsamningar Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Sóley Ragnarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands og Dalla Ólafsdóttir og Kristinn Bjarnason frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Sóley kynnti nefndinni þingmálið og svaraði spurningum nefndarmanna. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja kynntu nefndinni afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 2. mál - virðisaukaskattur o.fl. Kl. 09:39
Á fund nefndarinnar komu Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands, Dalla Ólafsdóttir og Kristinn Bjarnason frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Birgir Björn Sigurðsson og Ásgeir Westergren frá Reykjavíkurborg og Jón Helgi Óskarsson og Vilhjálmur Bjarnason frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frosta Sigurjónssyni var falið að vera framsögumaður málsins.

4) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 10:28
Á fund nefndarinnar komu Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands, Dalla Ólafsdóttir og Kristinn Bjarnason frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Jón Helgi Óskarsson og Vilhjálmur Bjarnason frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Pétri H. Blöndal var falið að vera framsögumaður málsins.

5) 4. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 11:26
Á fund nefndarinnar komu Jón Helgi Óskarsson og Vilhjálmur Bjarnason frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Tilskipun 2014/49/ESB er varðar innlánatryggingakerfi Kl. 09:17
Fyrir fundinn voru lögð drög að áliti nefndarinnar um málið. Álitsdrögin voru samþykkt með atkvæðum Frosta Sigurjónssonar, Péturs H. Blöndal, Willum Þórs Þórssonar, Líneikar Önnu Sævarsdóttur, Unnar Brár Konráðsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur.

7) 208. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 16:33
Nefndin samþykkti að leita skriflegra umsagna um málið.
Vilhjálmi Bjarnasyni var falið að vera framsögumaður málsins.

8) Önnur mál Kl. 11:38
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:38