12. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 13:06


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:06
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 13:06
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 13:06
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 13:06
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur (LínS), kl. 13:06
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:06
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir Árna Pál Árnason (ÁPÁ), kl. 13:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 13:28

Elsa Lára Arnardóttir sat fundinn sem varamaður Líneikar Önnur Sævarsdóttir frá upphafi fundar til kl. 13:35. Þorsteinn Sæmundsson sat fundinn sem varamaður Líneikar Önnu frá kl. 13:35 þar til fundi var slitið.
Björn Valur Gíslason sat fundinn sem varamaður Steingríms J. Sigfússonar frá upphafi fundar til kl. 16:07. Svandís Svavarsdóttir sat fundinn sem varamaður Steingríms frá kl. 16:07 þar til fundi var slitið.
Jón Þór Ólafsson og Vilhjálmur Bjarnason voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:06
Nefndin samþykkti fundargerð 11. fundar.

2) 8. mál - greiðsludráttur í verslunarviðskiptum Kl. 13:06
Nefndin ræddi málið.

3) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 17:04
Nefndin ræddi beiðni allsherjar- og menntamálanefndar um umsögn um málið.

4) 4. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 13:13
Á fund nefndarinnar kom Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins. Jón Gunnar gerði nefndinni grein fyrir afstöðu til þingmálsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 2. mál - virðisaukaskattur o.fl. Kl. 13:35
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Löve frá SÍBS, Emil Thoroddsen og Guðríður Ólafsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Björg Ásta Þórðardóttir frá Félagi atvinnurekenda og Haukur Ingibergsson og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir frá Félagi eldri borgara. Þá átti nefndin símafund með Jóni Steinssyni. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 14:32
Á fund nefndarinnar komu Björg Ásta Þórðardóttir frá Félagi atvinnurekenda, Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Guðmundur Gunnarsson og Þórey Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Árni Guðmundsson frá Gildi-lífeyrissjóði, Hannes G. Sigurðsson og Vigdís Jónsdóttir frá VIRK starfsendurhæfingarsjóði og Haukur Ingibergsson og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir frá Landssambandi eldri borgara. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 12. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 16:30
Á fund nefndarinnar kom Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Sigurbjörg kynnti nefndinni frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

8) Tilskipun 2013/14/EB um áhættumat lífeyrisjóða, verðbréfasjóða og fagfjárfestasjóða á fjárfestingu Kl. 17:07
Nefndin ræddi málið.

9) Önnur mál Kl. 16:59
Nefndin ræddi hugmyndir um dagskrá næstu funda.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 17:13