14. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. nóvember 2014 kl. 10:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 10:30
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 10:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 10:30
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 10:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:30
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 10:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:30

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:30
Fundargerð samþykkt.

2) 120. mál - vátryggingarsamningar Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar mættu Bergþóra Halldórsdóttir frá samtökum atvinnulífsins og Vigdís Halldórsdóttir og Sigurður Óli Kolbeinsson frá samtökum fjármálafyrirtækja. Þau fóru yfir athugasemdir sínar við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 8. mál - greiðsludráttur í verslunarviðskiptum Kl. 11:15
Lögð voru fram drög að nefndaráliti. Nefndin ákvað að skoða málið betur.

4) Tilskipun 2013/14/EB um áhættumat lífeyrisjóða, verðbréfasjóða og fagfjárfestasjóða á fjárfestingu Kl. 11:20
Nefndin afgreiddi álit um tilskipun 2013/14/ESB um áhættumat lífeyrisjóða, verðbréfasjóða og fagfjárfestasjóða á fjárfestingu til utanríkismálanefndar.

5) Önnur mál Kl. 11:30
Ekki var fleira gert

Fundi slitið kl. 11:30