7. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. október 2014 kl. 09:02


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:02
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:02
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:02
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:11
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:08
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:16
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:25
Oddgeir Ágúst Ottesen (OddO) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 09:02
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:02
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:02

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð 6. fundar Kl. 09:02
Nefndin samþykkti fundargerð 6. fundar.

2) 240. mál - leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Þorleifsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 10:11
Á fund nefndarinnar komu Halldór Árnason frá Samtökum Atvinnulífsins og Friðrik Friðriksson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 2. mál - virðisaukaskattur o.fl. Kl. 10:37
Á fund nefndarinnar komu Kristín Helga Gunnarsdóttir og Einar Kárason frá Rithöfundasambandi Íslands og Bryndís Loftsdóttir og Egill Örn Jóhannsson frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:42
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:42