16. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. nóvember 2014 kl. 09:10


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:08
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:09
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:09
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:14
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir Árna Pál Árnason (ÁPÁ), kl. 09:09
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:09
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:09
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:20
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:26
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:09

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
fundargerð 15 fundar var samþykkt.

2) Vinna við afnám fjármagnshafta. Kl. 09:15
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Teitur Björn Einarsson aðstoðarmaður ráðherra kynntu nefndinni stöðuna á vinnu við afnám gjaldeyrishafta og svörðuðu spurningum nefndarmanna um málið.

3) 11. mál - ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu þau Þórður Reynisson og Margrét sæmundsdóttir frá Atvinnuvegaráðuneyti, Ingvar J. Rögnvaldsson og Jón Ásgeir Tryggvason frá Ríkisskattstjóra, Guðjón Bragason frá sambandi íslenskra sveitarfélaga, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Bjarni Már Gylfason frá samtökum iðnaðarins. Gestir fóru yfir málið með nefndarmönnum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Störf peningastefnunefndar Kl. 11:20
Ákveðið var að fundur um störf peniningastefnunefndar sem fyrirhugaður er nk. mánudag verði opinn( í beinni útsendingu).

5) 363. mál - yfirskattanefnd o.fl. Kl. 11:20
Ákveðið að senda málið til umsagnar. Gefinn var umsagnarfrestur til mánudagsins 24. nóvember.

6) Önnur mál Kl. 11:30
Rætt var um málsmeðferð vegna álitsbeiðni um 17. mál verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis.

Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:30