25. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. desember 2014 kl. 09:06


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:06
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:06
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:06
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:14
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:14
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:06
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:06
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:06

Líneik Anna Sævardóttir var fjarverandi af persónulegum ástæðum. Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Nefndin samþykkti fundargerð 24. fundar.

2) Málefni smálánafyrirtækja Kl. 09:07
Á fundinn komu Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneytinu og Daði Ólafsson frá Neytendastofu. Gestirnir kynntu nefndinni úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 13/2014 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:44
Á fund nefndarinnar komu Skúli Ingimundarson frá Elg ehf., Einar Jón Ólafsson frá Verslun Einars Ólafssonar ehf., Ólafur Stephensen og Björg Á. Þórðardóttir frá Félagi atvinnurekenda og Friðrik Guðmundsson og Pétur Guðmundsson frá Melabúðinni. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 30. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 10:21
Á fund nefndarinnar komu Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands og Andri Guðmundsson frá H.F. verðbréfum. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 363. mál - yfirskattanefnd o.fl. Kl. 11:02
Nefndin ræddi málið.

6) 390. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 11:06
Nefndin ræddi málið.

7) 356. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 11:19
Frestað.

8) Önnur mál Kl. 11:19
Nefndin ræddi hugmyndir um dagskrá næsta fundar.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:46