28. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. desember 2014 kl. 08:33


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:33
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 08:33
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:33
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:33
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Vilhjálm Bjarnason (VilB), kl. 08:33
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:36
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:33
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:33
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur (LínS), kl. 08:33

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:34
Nefndin samþykkti fundargerðir 26. og 27. fundar.

2) Sala Landsbankans á hlutafé í Borgun. Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins, Páll Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu og Atli B. Guðmundsson, Hallgrímur Ásgeirsson og Steinþór Pálsson frá Landsbankanum hf. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 405. mál - stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Kl. 09:38
Á fund nefndarinnar kom Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Guðrún kynnti nefndinni málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 363. mál - yfirskattanefnd o.fl. Kl. 10:06
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lagt til að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5) 356. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 10:12
Nefndin ræddi málið.

6) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 10:16
Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál Kl. 10:26
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:25