13. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. nóvember 2014 kl. 09:34


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:34
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:34
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:34
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:34
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:45
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:34
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:34
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:34

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:34
Nefndin samþykkti fundargerð 12. fundar.

2) 2. mál - virðisaukaskattur o.fl. Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Grímur Sæmundsen, Gunnar Valur Sveinsson og Helga Árnadóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Kristján Baldursson frá Hópferðamiðstöðinni, Jón Þór Ólafsson frá Ævintýri ehf.-Snorri Travel og Skúli Skúlason frá Orkuveitu Reykjavíkur.Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu Grímur Sæmundsen, Gunnar Valur Sveinsson og Helga Árnadóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 12. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 10:27
Á fund nefndarinnar komu Bergþóra Halldórsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins, Jóna Björk Guðnadóttir og Frosti Rúnarsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Marta G. Blöndal frá Viðskiptaráði Íslands. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:48
Nefndin ræddi hugmyndir að dagskrá næstu funda.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:01