31. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, föstudaginn 12. desember 2014 kl. 14:39


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 14:39
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 14:39
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 14:39
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Vilhjálm Bjarnason (VilB), kl. 14:45
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 14:39
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 14:39
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir Árna Pál Árnason (ÁPÁ), kl. 14:39
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 14:45
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 14:39

Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 14:45.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) 2. mál - virðisaukaskattur o.fl. Kl. 14:39
Fyrir fundinn voru lögð drög að breytingartillögu við málið. Nefndin samþykkti að leggja breytingartillöguna fram.
Lagt var til að nefndin afgreiddi málið til 3. umræðu. Tillagan var samþykkt.

2) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 14:41
Nefndin ræddi málið.
Á fund nefndarinnar komu Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og [nafn] frá AVIS bílaleigu. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til hugmynda um breytingu á málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá voru lögð fram drög að breytingartillögum við málið. Meiri hluti nefndarinnar samþykkti að afgreiða málið á grundvelli álitsdraganna. Nefndin samþykkti samhljóða að leggja breytingartillöguna fram.

3) Önnur mál Kl. 15:33
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 15:33