37. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. febrúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Nefndin samþykkti fundargerð 36. fundar.

2) 455. mál - náttúrupassi Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu þau Pétur Reimarsson frá samtökum atvinnulífisns og Helga Árnadóttir frá samtökum ferðaþjónustunnar. Þau fóru yfir athugasemdir sínar við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 356. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar mættu þau Ingvar Rögnvaldsson, Berglind Björnsdóttir og Jón Ásgeir Tryggvason frá Ríkisskattstjóra, Frosti Ólafsson og Marta Blöndal frá Viðskiptaráði Íslands og Sonja Bjarnadóttir frá Samkeppniseftirlitinu. Gestir fjölluðu um breytingartillögu nefndarinnar um skjölunarskyldu.

Ákveðið að óska eftir minnisblaði frá Samkeppniseftirlitinu um málið.

Allir viðstaddir samþykkir að afgreiða málið úr nefndinni.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa þau Frosti Sigurjónsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Pétur H. Blöndal, Vilhjálmur Bjarnason, Unnur Brá Konráðsdóttir og Willum Þór Þórsson.

4) 30. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 10:35
Nefndin ræddi nefndarálit. Ákveðið að gera lítilsháttar breytingar á nefndaráliti.

Allir viðstaddir samþykkir að afgreiða málið frá nefndinni.

Að nefndaráliti standa þau Frosti Sigurjónsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Steingrímsson, Árni Páll Árnason, Steingrímur J. Sigfússon, Unnur Brá Konráðsdóttir og Pétur H. Blöndal.

5) Reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 er varðar upplýsingakerfi fyrir innri markaðinn Kl. 11:10
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:10
Ákveðið að senda mál 34.mat á heildarhagsmunum hvalveiða til umsagnar.

Óskað eftir því að mál 13 um aðgerðir til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði og 15. mál um framtíðargjaldmiðil Íslands væru tekin á dagskrá. Ákveðið að fara yfir öll þingmannamál kanna hvar þau eru stödd og ákveða hvernig vinnunni verður hagað í framhaldinu.

Fundi slitið kl. 11:30