38. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 2. mars 2015 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:11
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:31
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
fundargerð 37. fundar var samþykkt.

2) Breyting á lögum um Fjármálastöðugleikaráð Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu þau Haraldur Steinþórsson og Tinna Finnbogadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og kynntu hugmyndir ráðuneytisins um breytingar á lögum um fjármálastöðugleikaráð auk þess að svara spurningum nefndarmanna um efnið.

Ráðuneytið mun skoða málið nánar og senda nefndinni uppfærðar breyingartillögur.

3) Breyting á lögum 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar mættu Hafdís Ólafsdóttir, Maríanna Jónasdóttir og Anna Valbjörg Ólafsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og kynntu nefndinni hugmyndir um breytingu á lögum 129/1997 auk þess að svara spurningum nefndarmanna um málið.

4) Reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 er varðar upplýsingakerfi fyrir innri markaðinn Kl. 10:20
Nefndin afgreiddi álit um reglugerð ESB nr. 1024/2012 er varðar upplýsingakerfi fyrir innri markaðinn.

5) 4. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 10:30
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti og ákvað að kalla eftir frekari upplýsingum áður en vinnslu málsins yrði framhaldið.

6) Önnur mál Kl. 10:50
Óskað eftir að kallað verði eftir gestum og til að ræða um lögmæti hringferla fjár.

Óskað eftir að ráðuneytið verði kallað á fund til að fara yfir stöðuna í vinnu við endurskoðun fjármálalöggjafar.

Fundi slitið kl. 11:02