46. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir Árna Pál Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Nefndin samþykkti fundargerðir 44. og 45. funda.

2) Upplýsingafundur um málefni Sparisjóðs Vestmannaeyja. Kl. 09:05
kl 9:05 mættu á fund nefndarinnar Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Stefán Guðjónsson og Ólafur Guðgeirsson úr fráfarandi stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja. Gestirnir fóru yfir málavexti og röktu atburðarás málsins fyrir nefndarmönnum og svöruðu spurningum.

kl. 9:45 mættu á fund nefndarinnar Jón Þór Sturluson og Björk Sigurgísladóttir frá Fjármálaeftirlitinu og Páll Gunnar Pálsson og Steinar Páll Magnússon frá Samkeppniseftirlitinu. Gestirnir svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna og röktu málavexti.

3) Upplýsingafundur - Heimild Skattrannsóknarstjóra til að nota öll gögn til endurákvörðunar skattskyldu, álitamál tengd kaupum á skattaskjólsgögnum. Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar mættu þau Guðrún Þorleifsdóttir og Margrét Ágústa Sigurðardóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Bryndís Kristjánsdóttir og Ólafur Guðmundsson frá Skattrannsóknarstjóra, Stefán Már Stefánsson frá Réttarfarsnefnd, Bryndís Helgadóttir og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson, Reimar Pétursson frá Lögmannafélagi Íslands og Brynjar Níelsson.

Gestir fóru yfir helstu álitamál um heimildir skattrannsóknarstjóra til að nota öll gögn til endurákvörðunar skattskyldu og álitamál vegna kaupa á slíkum gögnum og svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

4) 4. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 11:15
Ekki gafst tími til að taka fyrir þennan dagskrárlið og var honum frestað.

5) Önnur mál Kl. 11:15
Nefndin samþykkti að halda fund föstudaginn 17. apríl.

Fundi slitið kl. 11:20