53. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Þorbjörn Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 52. fundar samþykkt.

2) 571. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:05
Vinnufundur um mál 571 um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki.Á fund nefndarinnar mættu Tinna Finnbogadóttir og Leifur Arnkell Skarphéðinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Kynntu eiginfjárauka í máli 571 um fjármálafyrirtæki og fóru því næst yfir athugasemdir við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 622. mál - viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl. Kl. 10:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með umsagnarfrest til 18. maí næstkomandi.

Willum Þór Þórsson var skipaður framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 11:55
Nefndin ákvað að senda mál nr. 355 um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma til umsagnar með umsagnarfrest til 18. maí nk. Guðmundur Steingrímsson var skipaður framsögumaður málsins.

Vilhjálmur Bjarnason lagði fram spurningar um heimildir stjórna til ráðstöfunar á hagnaði. Nefndarriturum falið að leita svara.

Ekki var fleira gert á fundinum

Fundi slitið kl. 12:00