55. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. maí 2015 kl. 10:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 10:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 10:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 10:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:00

Sigríður Á Anderssen boðaði forföll. Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 54. fundar var samþykkt.

2) 34. mál - mat á heildarhagsmunum vegna hvalveiða Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar mættu Sigursteinn Másson frá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Rannveig Grétarsdóttir og Skapti Ólafsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Friðrik Friðriksson og Kolbeinn Árnason frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Ólafur S.Ástþórsson og Þorvaldur Gunnlaugsson frá Hafrannsóknarstofnuninni.

3) 23. mál - mótun viðskiptastefnu Íslands Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar mættu Páll Rúnar M. Kristjánsson frá Félagi atvinnurekenda, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Andrés Magnússon frá Samtökum verslunar- og þjónustu, Marta G. Blöndal og Björn Brynjúlfur Björnsson frá Viðskiptaráði Íslands og Jóhannes Gunnarsson frá Neytendasamtökunum.

4) 411. mál - virðisaukaskattur Kl. 11:25
Á fund nefndarinnar mættu Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Marta G.Blöndal og Björn Brynjúlfur Björnsson frá Viðskiptaráði Íslands, og Líney Rut Halldórsdóttir og Friðgeir Sigurðsson frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Gestir kynntu nefndinni athugasemdir sínar við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 12:00
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:05