56. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. maí 2015 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:30
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:30

Vilhjálmur Bjarnason, Líneik Anna Sævarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir boðuðu forföll. Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Þorbjörn Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Afgreiðslu fundargerðar var frestað til næsta fundar.

2) 41. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Bjarni Jónsson frá Siðmennt, Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir frá Biskupsstofu, Óskar Árnason og Bjarni Lárusson frá Ríkisskattstjóra og Gunnar Örn Ólafsson frá Kaþólsku kirkjunni. Gestir röktu kjarnann úr umsögnum sínum fyrir nefndinni og svöruðu í kjölfarið spurningum nefndarmanna.

3) 571. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:25
Nefndin ræddi efnisatriði málsins. Ákveðið að boða fulltrúa ráðuneytis til fundar við nefndina og fara yfir stöðuna á heildarendurskoðun löggjafar á fjármálamarkaði auk þess að svara spurningum nefndarinnar sem eftir standa.

4) Önnur mál Kl. 11:15
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:15