58. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Líneik Anna Sævarsdóttir mætti kl. 10:00 vegna anna við önnur þingstörf.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) 705. mál - meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum Kl. 09:00
Þessi dagskrárliður var sameiginlegur með fjárlaganefnd. Á fund nefndanna mættu Hrafn Hreinsson, Sigurður Helgason og Hafsteinn Hafsteinsson frá fjármálaráðuneytinu og kynntu frumvarpið fyrir nefndunum og svörðuðu spurningum nefndarmanna. Því næst mætti Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins og rakti athugsemdir við frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) 561. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 11:25
Drögum að nefndaráliti var dreift og ákveðið að ræða málið á næsta fundi nefndarinnar.

3) 571. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 11:35
Formaður kynnti fyrstu drög að nefndaráliti í málinu. Ákveðið að taka málið fyrir á næsta fundi.

4) Önnur mál Kl. 11:43
Ekki var fleira gert á þessum fundi.

Fundi slitið kl. 11:43