62. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 29. maí 2015 kl. 08:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:30
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 08:30
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 08:30

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 61. fundar var samþykkt.

2) 705. mál - meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar mætti Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins, Guðjón Rúnarson og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Arnór Sighvatsson og Sigríður Benediktsdóttir frá Seðlabanka Íslands. Gestir fóru yfir athugasemdir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:11
Ákveðið að óska eftir minnisblöðum um málið frá Seðlabanka Íslands, Samtökum fjármálafyrirtækja, Ríkiskaupum og Fjármálaeftirlitinu.

Ekki var fleira gert á þessum fundi.

Fundi slitið kl. 10:15