63. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 1. júní 2015 kl. 08:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:30
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 08:30
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 08:30

Nefndarritari: Þorbjörn Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
nefndin samþykkti fundargerð 62. fundar

2) 622. mál - viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl. Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar mætti Marta Margrét Rúnarsdóttir frá Lögmannafélagi Íslands og fór yfir umsögn félagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 705. mál - meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu þeir Guðmundur Árnason, Sverrir Jónsson, Sigurður Helgason og Hafsteinn Hafsteinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og fóru yfir málið með nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

fulltrúar ráðuneytis lögðu fram minnisblað á fundinum sem aðgengilegt er á vef.

4) Önnur mál Kl. 09:52
Óskað var eftir að fjármála- og efnahagsráðuneyti mætti einnig á næsta fund vegna máls nr. 705 og svaraði frekari spurningum nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 10:00