73. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. júní 2015 kl. 08:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:30
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:30
Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) fyrir Vilhjálm Bjarnason (VilB), kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 08:30
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Þorbjörn Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Þessum dagskrárlið var frestað.

2) 571. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 08:35
Nefndin ræddi málið og ákveðið að taka málið fyrir aftur síðar.

3) 786. mál - stöðugleikaskattur Kl. 08:55
Á fund nefndarinnar mættu Anna Mjöll Karlsdóttir og Jón Þór Sturluson frá Fjármálaeftirlitinu og fóru yfir umsögn fjármálaeftirlitsins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 787. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 08:55
Á fund nefndarinnar mættu Anna Mjöll Karlsdóttir og Jón Þór Sturluson frá Fjármálaeftirlitinu og fóru yfir umsögn fjármálaeftirlitsins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna

5) 622. mál - viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl. Kl. 09:15
Nefndin samþykkti að afgreiða málið með nefndaráliti. Allir samþykkir afgreiðslu málsins. Árni Páll Árnason skrifar undir álitið með fyrirvara. Willum Þór Þórsson hafði óskað eftir að rita undir álitið skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda.

6) 786. mál - stöðugleikaskattur Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Þorsteinn Víglundsson frá Samtökum atvinnulífsins, Almar Guðmundsson frá Samtökum iðnaðarins, Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands, Aðalsteinn Hákonarson frá Ríkisskattstjóra, Óttar Guðjónsson frá Lánastjóði sveitarfélaga, Óttar Pálsson og Oddur Ástráðsson frá Logos, Ása Ólafsdóttir hæstaréttarlögmaður, Leifur Arnkell Skarphéðinsson, Guðrún Þorleifsdóttir og Eiríkur Áki Eggertsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir röktu athugasemdir sínar og sjónarmið í málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 787. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Þorsteinn Víglundsson frá Samtökum atvinnulífsins, Almar Guðmundsson frá Samtökum iðnaðarins, Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands, Aðalsteinn Hákonarson frá Ríkisskattstjóra, Óttar Guðjónsson frá Lánastjóði sveitarfélaga, Óttar Pálsson og Oddur Ástráðsson frá Logos, Ása Ólafsdóttir hæstaréttarlögmaður, Leifur Arnkell Skarphéðinsson, Guðrún Þorleifsdóttir og Eiríkur Áki Eggertsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir röktu athugasemdir sínar og sjónarmið í málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) 561. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 11:40
Nefndin ræddi málið og ákvað að taka það aftur fyrir síðar.

9) Önnur mál Kl. 12:00


Fundi slitið kl. 12:00