86. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. júlí 2015 kl. 13:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 13:30
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 13:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 13:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 13:30
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 13:30

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Þorbjörn Björnsson

Bókað:

1) 786. mál - stöðugleikaskattur Kl. 13:30
Nefndin ákvað að afgreiða málið með nefndaráliti. Undir nefndarálitið rita Frosti Sigurjónsson formaður og framsögumaður málsins, Sigríður Á. Anderssen , Guðmundur Steingrímsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason, Willum Þór Þórsson, Árni Páll Árnason og Steingrímur J. Sigfússon. Birgitta Jónsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og styður hún málið.

2) 787. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 13:30
Nefndin ákvað að afgreiða málið með nefndaráliti. Undir nefndarálitið rita Frosti Sigurjónsson formaður, Sigríður Á. Anderssen framsögumaður, Guðmundur Steingrímsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Willum Þór Þórsson. Birgitta Jónsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og styður hún málið. Árni Páll Árnason og Steingrímur J. Sigfússon skila minni hlutaáliti um málið.

3) Önnur mál Kl. 14:30
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 14:30