44. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. mars 2015 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 10:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:33
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:12
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:36
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Unnur Brá Konráðsdóttir boðaði forföll.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Nefndin samþykkti fundargerð 43. fundar.

2) 15. mál - framtíðargjaldmiðill Íslands Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Þorsteinn Víglundsson frá Samtökum atvinnurekenda, Frosti Ólafsson frá Viðskiptaráði Íslands, Arnór Sighvatsson frá Seðlabanka Íslands og Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands. Gestirnir fóru fyrir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 208. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 10:20
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti ákveðið að fela nefndarritara að skoða ákveðna þætti málsins betur.

4) 455. mál - náttúrupassi Kl. 10:45
Nefndin fór yfir drög að umsögn um mál nr. 455 um náttúrupassa. Meiri hluti nefndarinnar ákvað að afgreiða umsögn sína um málið. Að umsögn meiri hluta standa Frosti Sigurjónsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Steingrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Árni Páll Árnason. Von er á séráliti frá minni hluta nefndarinnar.

5) 581. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 11:00
Nefndin fór yfir drög að nefndaráliti. Samþykkt að afgreiða málið. Að nefndaráliti standa Vilhjálmur Bjarnason framsögumaður, Sigríður A. Anderssen, Steingrímur J. Sigfússon, Frosti Sigurjónsson, Guðmundur Steingrímsson, Willum Þór Þórsson og Líneik Anna Sævarsson.

6) Önnur mál Kl. 11:20
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:25