39. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir (SBS) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 38. fundar samþykkt.

2) 561. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Eiríkur Áki Eggertsson og Guðmundur Kári Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sigríður Benediktsdóttir og Örn Hauksson frá Seðlabanka Íslands. Gestir kynntu nefndinni frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 571. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Tómas Brynjólfsson, Leifur Arnkell Skarphéðinsson og Tinna Finnbogadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuenyti. Gestir kynntu nefndinni málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Breyting á lögum 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda Kl. 11:20
Málinu var frestað til næsta fundar.

5) Þingmannamál - verkefnalisti Kl. 11:21
þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.

6) 109. mál - skattafsláttur vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu Kl. 11:22
Ákveðið að senda málið til umsagnar.

7) 411. mál - virðisaukaskattur Kl. 11:24
Ákveðið að senda málið til umsagnar.

8) Önnur mál Kl. 11:24
Lögð áhersla á að mál væru ekki tekin á dagskrá nefndar ef umfjöllun væri ekki lokið í þingsal. Áréttað að vegna mistaka hefði sú staða komið upp á þessum fundi og mun þess vera gætt eftirleiðis að slíkt komi ekki upp.

Ekki var fleira gert.

Fundi slitið kl. 11:25