7. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:35
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Frosti Sigurjónsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 5. og 6. fundar samþykktar

2) 139. mál - peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Hildur Dungal frá innanríkisráðuneyti og Leifur Arnkell Skarphéðinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 172. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 09:35
Á fundinn mættu Steinunn Guðbjartsdóttir, Einar Baldvin Árnason og Páll Eiríksson frá slitastjórn Glitnis hf., Kristinn Bjarnason og Herdís Hallmarsdóttir frá slitastjórn LBI hf., Árni Ármann Árnason, Eva Helgadóttir og Ágúst Kristinsson frá slitastjórn Byrs Sparisjóðs og Þórarinn Þorgeirsson, Þröstur Ríkharðsson og Páll Jóhanneson frá slitastjórn Kaupþings. Fyrrgreindir aðilar kynntu umsagnir um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:15