22. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. nóvember 2015 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:10
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Guðmundur Steingrímsson og Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 373. mál - skattar og gjöld Kl. 09:35
Benedikt S. Benediktsson og Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu mættu á fund nefndarinnar, kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Vilhjálmur Bjarnason var skipaður framsögumaður málsins. Ákveðið var að senda málið til umsagnar og veita umsagnaraðilum viku frest.

3) 2. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016 Kl. 10:25
Benedikt S. Benediktsson og Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu mættu á fund nefndarinnar, kynntu málið fyrir nefndinni ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:55
Ákveðið var að senda reglugerð ESB nr. 734/2013 um eftirlit með ríkisaðstoð ásamt tilskipunum nr. 2014/24/EU um innkaup opinberra aðila á vörum, verkum og þjónustu, 2014/25/EU um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti og 2014/23/EU sem varðar samræmdar reglur um gerð sérleyfissamninga til umsagnar og veita umsagnaraðilum tveggja vikna frest.

Fundi slitið kl. 11:00